Til hamingju með daginn!
Í dag 1. maí fögnum við Framarar 114 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Fram.
Í dag ætlum við loksins að fagna með félagsmönnum, 114 ára afmæli félagins en undanfarin tvö ár höfum við miður þurft að sitja hjá vegna faraldurs sem við héldum að kæmi aldei aftur.
Í ár stendur Knattspyrnufélagið FRAM á tímamótum en núna í maí 2022 mun FRAM flytja í nýjar höfuðstöðvar í Úlfarsársdal.
Það má segja að þessi flutingur sé lengsta meðganga Íslandssögunnar en góðir hluti gerast hægt og þó endanlega dagsetinga á flutningi sé ekki klár þá er ljóst að félagi mun taka við Íþróttamiðstöð FRAM í Úlfarsárdal í þessum mánuði.
Það verður stórkostleg breyting fyrir allt okkar starf að flytja loksins með félagið okkar á einn stað í Úlfarsárdalinn. Það er gríðalega stórt og mikið verkefni, sem krefst mikillar vinnu frá öllum sem koma að félaginu, það mun því mæða mikið á öllum okkar félagsmönnum á næstu vikum og mánuðum.
Við skulum því nálgast þetta verkefni af stolti, auðmýkt, miklum aga og krafti svo að Fram öðlist þann sess sem það á skilið. Knattspyrnufélagið FRAM stendur því á tímamótum og varla hægt að lýsa því hvað við erum spennt að flytja félagið í Úlfarsárdal og sameina þannig félagið á einn stað.
Til hamingju Framarar.
Kveðja
Sigurður Ingi Tómasson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram