Valinn hefur verið hópur stúlkna sem tekur þátt í Hæfileikamótun KSÍ, 23.-24. maí næstkomandi. Verkefnið hefur verið í gangi í vetur og hafa 120 stúlkur mætt á Hæfileikamótunaræfingar það sem af er. Að þessu sinni voru 60 stúlkur boðaðar í tveimur hópum, æft verður í Vogum og í Mosfellsbæ.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í Hæfileikamótun KSÍ að þessu sinni en markvörðurinn Berglind Reynisdóttir var valinn frá Fram að þessu sinni.
Berglind Reynisdóttir Fram
Gangi þér vel.
ÁFRAM FRAM