Set mótið 2022 fór fram um helgina 11.-12. júní. Fram sendi þrjú lið af yngra ári 6.flokks karla til þáttöku.
Öll liðin stóðu sig með mikilli prýði í veðurblíðunni á Selfossi. Lið 1 nældi í þriðja sætið í Jakódeildinni, lið 2 náði sömuleiðis þriðja sæti í Lindex deildinni og lið 3 lenti í fjórða sæti í Sjóvá deildinni, aðeins einu marki frá þriðja sætinu.
Virkilega flottur árangur hjá okkar strákum og við óskum þeim til hamingju með mjög góða frammistöðu.
Fleiri myndir hér: https://framphotos.pixieset.com/2022-setmt/