fbpx
n1

FRAMarar stóðu sig vel á N1

N1 mótið fór fram dagana 29. júní til 2. júlí. Mótið fór mjög vel fram og fór gríðarlegur fjöldi iðkenda á kostum á mótinu. Fullt af flottum tilþrifum, vítaspyrnukeppnum og mörkum í öllum regnbogans litum. Auk fótboltans var auðvitað farið í sund, gætt sér á Brynjuís og haldin var glæsileg kvöldskemmtun.

Fram sendi 6 lið til leiks sem öll stóðu sig með mikilli prýði, bæði innan og utan vallar. Fram 1 náði 10. sæti í Argentínsku deildinni. Fram 2 gerði sér lítið fyrir og vann Dönsku deildina. Fram 3 náði 4. sæti í Frönsku deildinni. Fram 4 lenti í 6. sæti í Grísku deildinni. Fram 5 nældi sér í 4. sætið í Japönsku deildinni og Fram 6 endaði í 16. sæti Norsku deildarinnar. Heilt yfir mjög góður árangur.

Það sem skiptir þó mestu er að öll lið og leikmenn voru til fyrirmyndar og nutu sín í botn við að mæta erfiðum andstæðingum. Leikgleðin var í fyrirrúmi og virkilega gaman að sjá hvað liðin voru dugleg að styðja hvert annað í leikjum og hve samheldnin í hópnum var mikil. FRAMtíðin er greinilega mjög björt.

Fleiri myndir hér: https://framphotos.pixieset.com/2022-n1mti/

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!