Fram hefur náð samkomulagi við danina Jannik Pohl og Delphin Tshiembe, þeir hafa átt frábært tímabil í bláu treyjunni og verið mikilvægir hlekkir liðsins í baráttunni í sumar. Báðir komu þeir til félagsins fyrir tímabilið í ár.
Jannik samdi til tveggja ára eða út keppnistímabilið 2024. Daninn lék 21 leik í sumar og skoraði í þeim 9 mörk, ljóst er að Geiramenn geta haldið áfram að syngja “Jannik pól, give us a gól” næsta sumar.
Delphin hefur framlengt um eitt ár eða út næsta keppnistímabil. Hann á 23 leiki fyrir félagið og hamraði honum einu sinni í þaknetið í sumar.
“Báðir leikmenn hafa vaxið gríðarlega vel þegar leið á tímabilið, Jannik er kominn á fullt skrið eftir meiðslahrjáð tímabil síðasta vetur og þrátt fyrir góðan seinni hluta þá á hann ennþá mikið inni. Delphin kemur með mikla reynslu og mun vonandi vaxa enn frekar.” segir Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.
Ljóst er að kjarni leikmannahópsins verður áfram í herbúðum liðsins á næsta tímabili sem eru jákvæð merki fyrir frekari uppbyggingu.
Áfram FRAM