fbpx

Jannik og Delphin FRAMlengja!

Fram hefur náð samkomulagi við danina Jannik Pohl og Delphin Tshiembe, þeir hafa átt frábært tímabil í bláu treyjunni og verið mikilvægir hlekkir liðsins í baráttunni í sumar. Báðir komu þeir til félagsins fyrir tímabilið í ár.

Jannik samdi til tveggja ára eða út keppnistímabilið 2024. Daninn lék 21 leik í sumar og skoraði í þeim 9 mörk, ljóst er að Geiramenn geta haldið áfram að syngja “Jannik pól, give us a gól” næsta sumar.
 
Delphin hefur framlengt um eitt ár eða út næsta keppnistímabil. Hann á 23 leiki fyrir félagið og hamraði honum einu sinni í þaknetið í sumar. 

“Báðir leikmenn hafa vaxið gríðarlega vel þegar leið á tímabilið, Jannik er kominn á fullt skrið eftir meiðslahrjáð tímabil síðasta vetur og þrátt fyrir góðan seinni hluta þá á hann ennþá mikið inni. Delphin kemur með mikla reynslu og mun vonandi vaxa enn frekar.” segir Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.

Ljóst er að kjarni leikmannahópsins verður áfram í herbúðum liðsins á næsta tímabili sem eru jákvæð merki fyrir frekari uppbyggingu.

Áfram FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!