fbpx
NýrSamningur_Ragnar_banner-1

Ragnar Sigurðsson ráðinn í þjálfarateymi karlaliðs Fram

Ragnar Sigurðsson hefur verið ráðinn í þjálfarateymi karlaliðs Fram. Ragnar þarf vart að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki enda fimmti leikjahæsti landsliðsmaður okkar íslendinga. Ragnar lagði skóna á hilluna árið 2021 eftir 17 ára feril. Lengst af lék hann með Gautaborg í Svíþjóð og FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Ragnar mun koma til með að gegna starfi aðstoðarþjálfara ásamt Þórhalli Víkings. Aðalsteinn hefur fært sig til í starfi innan Fram en mun þó vera viðloðandi þjálfarateymið með öðrum hætti. Nánari tilkynning um samsetningu starfsliðstins verður send út þegar öll smáatriði eru klár. Ragnar hefur undanfarið verið að sækja þjálfararéttindin í KSÍ og bjóðum við hann velkominn til starfa.

“Raggi hefur gríðarlega mikla reynslu sem leikmaður og á langan atvinnumannaferil að baki og hefur þar af leiðandi innsýn í knattspyrnu heiminn sem fáir hafa. Nonni og Steini eru honum velkunnugir enda báðir fyrrum þjálfarar Ragga sem hefur sýnt mikinn áhuga á að snúa aftur í fótboltan sem þjálfari. Við bindum vonir við að Raggi verði góð viðbót við teymið og reynsla hans sameinist þeirri sem fyrir er.” sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!