Hlynur Atli Magnússon hefur framlengt til 2024. Hlyn þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum félagsins enda rennur blátt blóð í æðum fyrirliðans. Hlynur hefur leikið allan sinn feril hjá Fram að undanskildum árunum 2013-2015.
Hlynur hefur leikið 249 leiki fyrir félagið sem gerir hann þann 11. leikjahæsta í sögu Framara, hann er því aðeins 23 leikjum frá því að komast inn á lista 10 leikjahæstu leikmanna Fram frá upphafi.
“Ánægjuleg tíðindi að framlengja við Hlyn, enda alltaf gleðitíðindi þegar leikmenn ná slíkum áfanga sem Hlynur hefur náð með sínu uppeldisfélagi. Hlynur er ekki bara góður og reynslumikill leikmaður heldur mikilvægur félagsmaður, góð fyrirmynd yngri kynslóðarinnar sem og liðsfélaga sinna. Vonandi sjáum við Hlyn sem lengst í bláu treyjunni.” sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.