Meistaraflokkur kvenna hefur náð samningum við tvo virkilega sterka bandaríska leikmenn sem munu spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Grace Santos er virkilega sterkur klassískur miðjumaður. Teknísk og sterk með mikinn leikskilning og mjög öflugan skotfót. Hún hefur spilað með Arizona og Virgina í bandaríska háskólaboltanum.
Breukelen Woodard er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur leyst flestallar stöður framarlega á vellinum. Hún er með frábæra boltatækni, mikinn sprengikraft og hraða og mikið markanef. Á hennar síðasta tímabili með Penn háskólanum spilaði hún 24 leiki og skoraði 21 mark, ásamt því að gefa 5 stoðsendingar.
Báðar tvær koma til með að styrkja lið Fram verulega í Lengjudeildinni næsta sumar og við getum ekki beðið eftir að fá þær til liðs við hópinn.
Verið velkomnar í dalinn Grace og Breukelen.