fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Grace-1-1-q27tqzm50xwgu9n01yuyzajgxqwc8gw8tnio0jwih4

Kvennaliðið fær styrkingu!

Meistaraflokkur kvenna hefur náð samningum við tvo virkilega sterka bandaríska leikmenn sem munu spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.


Grace Santos er virkilega sterkur klassískur miðjumaður. Teknísk og sterk með mikinn leikskilning og mjög öflugan skotfót. Hún hefur spilað með Arizona og Virgina í bandaríska háskólaboltanum.
Breukelen Woodard er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur leyst flestallar stöður framarlega á vellinum. Hún er með frábæra boltatækni, mikinn sprengikraft og hraða og mikið markanef. Á hennar síðasta tímabili með Penn háskólanum spilaði hún 24 leiki og skoraði 21 mark, ásamt því að gefa 5 stoðsendingar.

Báðar tvær koma til með að styrkja lið Fram verulega í Lengjudeildinni næsta sumar og við getum ekki beðið eftir að fá þær til liðs við hópinn.

Verið velkomnar í dalinn Grace og Breukelen.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!