Það var alvöru gluggadagur hjá meistaraflokki kvenna. Þrír sterkir leikmenn bætast við hópinn sem nú er loks fullskipaður og klár í sumarið.
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir er mjög öflugur miðvörður. Jóhanna er fljót, sterk og einfaldlega virkilega góð í fótbolta. Jóhanna kemur að láni frá Stjörnunni út tímabilið.Eva Karen Sigurdórsdóttir er fjölhæfur miðjumaður. Eva er með góða boltatækni, mikinn leikskilning og er mjög útsjónarsöm. Hún kemur að láni frá HK út tímabilið.
Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir er sömuleiðis fjölhæfur miðjumaður. Hún er jafnfætt, útsjónarsöm og er með virkilega góðan knattspyrnugrunn. Þyrí gerir 2 ára samning við félagið eða út tímabilið 2024. Allar þrjár koma til með að styrkja hópinn og liðið verulega í komandi átökum. Við fögnum því ákaft að fá þær til liðs við Fram og hlökkum til að sjá þær í bláu treyjunni í sumar