FRAMarar til hamingju með daginn!
Í dag 1. maí fögnum við Framarar 115 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Fram.
Í dag ætlum við að fagna með félagsmönnum 115 ára afmæli Fram í nýrri Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal.
Þetta verður fyrsta afmælið sem við Framarar höldum í dalnum fagra en síðastliðið ár hefur verið ákaflega viðburðarríkt, skemmtilegt og merkilegt í sögu félagsins. Það að flytja heilt íþróttafélag er mikið verk og hefur í raun aldrei verið gert áður.
Í tilefni dagsins bjóðum við ykkur öllum í morgunkaffi í Íþróttamiðstöð Fram veislusal, á milli kl. 10:00-13:00. Hvetjum ykkur til að kíkja við og fagna 115 ára afmæli Fram.
Allir velkomnir
Kveðja
Knattspyrnufélagið Fram