Stelpurnar okkar í 5. fl.kvenna yngri hafa staðið sig gríðarlega vel í vetur. Um síðustu helgi fór fram síðasta mótið sem telur til Íslandsmeistara. Liðin safna sér stigum til Íslandsmeistar á þessum mótum og það lið sem hefur flest stig eftir veturinn verður Íslandsmeistari.
Stelpurnar okkar í Fram náðu því að enda í 2 sæti í stigakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn og fengu að loknu mótinu afhent silfurverð frá HSÍ sem verður að teljast mjög vel gert.
Til hamingju stelpur!