Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram fór fram í dag. Gríðarlega vel mætt á fundinn sem fór vel fram undir styrkri stjórn Guðmundar B. Ólafssonar.
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir var kosin formaður Fram og þar með fyrsta konan sem kjörin er formaður Knattspyrnufélagsins Fram í 115 ára sögu þess. Sannarlega söguleg stund í sögu Fram.
Aðrir sem tóku sæti í aðalstjórn Fram eru:
Auður Geirsdóttir
Guðríður Guðjónsdóttir
Hallgrímur Friðgeirsson
Knútur Hauksson
Kristinn Steinn Traustason
Sverrir Benonýsson
Þorbjörg Gunnarsdóttir
Sigurði Inga Tómassyni fráfarandi formanni voru þökkuð frábær störf í þágu Fram en hann hefur verið formaður aðalstjórnar síðan 2016. Þrír stjórnarmenn gengu úr stjórn en það voru þeir Albert Jónsson, Sigurður Baldursson og Þórir Jóhannsson.
Fengu þeir þakkir fyrir sitt framlag til félagsins á undanförnum árum.
Knattspyrnufélagið Fram