TM mótið í Vestmannaeyjum fór fram dagana 15.-17. júní og sendi Fram þrjú lið úr 5. flokki kvenna á mótið. Mótið er eitt af þeim allra glæsilegustu mótum fyrir ungar stelpur en um er að ræða mót fyrir 5 flokk kvenna þar sem margar ungar stjörnur framtíðar koma saman og spila fótbolta.
Fram 1 spilaði til úrslita um Bergsbikarinn en þær unnu Val 1 í vítaspyrnukeppni um bikarinn. Mikil gleði og ánægja að enda mótið með því að lyfta bikar. Til hamingju Fram 1
Fram 2 spilaði um Bergeyjarbikarinn en endaði í 3 sæti eftir sárt tap um að komast í úrslitaleik. Þær unnu leikinn um þriðja sæti á móti Gróttu 3
Fram 3 spilaði í deildinni fyrir Gandíbikarinn en komst ekki á verðlaunapall
Arney Stella Bryngeirsdóttir var valin í Landslið mótsins sem spilaði leik gegn Pressuliðinu þar sem Pressuliðið bar sigur úr býtum. Framstúlkur mættu á völlinn og hvöttu hana til dáða.
Frábæru TM móti lokið og mega stúlkurnar vera stoltar af árangri sínum.
Sérstakar þakkir til foreldraráðs við undirbúning mótsins.
Við þökkum @íbv fyrir frábært mót og hlökkum til næsta TM móts.