fbpx
Andrea vefur

Andrea til Fram

Andrea Gunnlaugsdóttir er gengin til liðs við Fram. Andrea er fædd árið 2002 og er uppeldisfélagið hennar ÍBV, þar sem hún varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Andrea hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og tvisvar sinnum verið kölluð inní æfingahóp A-landsliðsins. Andrea er frábær markmaður og mikill keppnismaður sem mun vafalaust falla vel inní velskipaðan leikmannahóp okkar í vetur. Andrea mun verja mark Fram í vetur ásamt landsliðsmarkmönnum okkar, þeim Ethel Gyðu og Ingunni Maríu.
Það er því ljóst að markmannsteymi okkar verður ógnar sterkt í vetur. „Það er okkur mikið ánægjuefni að ná í leikmann eins og Andreu.
Hún er afskaplega fær markmaður og frábær karakter sem á eftir að smellpassa inní liðið okkar.“ segir Einar Jónsson þjálfar Fram.

Við bjóðum Andreu velkomna í Fram.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!