fbpx
N1 mót 2023

Framarar stóðu sig vel á N1 mótinu

N1 mótið fór fram dagana 5-8 júlí. Um var að ræða eitt stærsta N1 mót til þessa, sem er það 37. í röðinni, en 202 lið tóku þátt eða um 2000 þátttakendur.

Fram sendi 6 lið til leiks sem öll stóðu sig með mikilli prýði. Fram 1 náði 4. sæti í Argentísku deildinni, en það er besti árangur Fram í mörg ár eða síðan 2017 þegar Fram 1 sigraði mótið. Drengirnir voru að vonum mjög stoltir af sér, enda eina Reykjavíkurliðið sem náði í undanúrslit þetta árið. Fram 2 stóð sig einnig með prýði og nældi sér í 5. sætið í Chile deildinni og Fram 6 tók 5. sætið í Mexikósku deildinni. Fram 3 endaði í 10. sæti í Frönsku deildinni, Fram 4 í 14. sæti í Hollensku deildinni og Fram 5 í 15. sæti í Íslensku deildinni. Heilt yfir góður árangur hjá félaginu.

Auðvitað er þetta orðin fúlasta alvara þegar í 5.flokk er komið en engu að síður er líka mikilvægt að strákarnir skemmtu sér konunglega á mótinu. Veðrið var til mikillar fyrirmyndar, kvöldskemmtunin geggjuð og auðvitað farið í sund, ísrúnt og allt þetta klassíska með vinum sínum. Kannski situr það einna mest eftir þegar allt kemur til alls.

Við óskum strákunum í 5.flokki til hamingju með flotta frammistöðu. Framtíðin er björt!

Myndir hér: https://framphotos.pixieset.com/2023-orkumti-stvalduraddijhannesson/
📷 Ástvaldur Addi Jóhannesson

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!