fbpx

Nonni hættur með Fram

Kæru FRAMarar,

Stjórn Knattspyrnudeildar FRAM hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að semja um starfslok við Jón Þóri Sveinsson sem þjálfara meistaraflokksliðs karla.

Jón Þórir, eða Nonni, er gríðarlega stór og mikilvægur partur af sögu FRAM, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann spilaði vel yfir 300 leiki fyrir FRAM og tók svo við þjálfun karlaliðs FRAM haustið 2018 á erfiðum tímum og afrekaði það sem allir FRAMarar biðu eftir, að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu. Alls hefur Nonni stýrt liðinu í fimm ár við góðan orðstír.

Breyting sem þessi er aldrei auðveld, né þægileg og á það sérstaklega við í þessu tilfelli. Það er þungt skref fyrir alla sem koma að knattspyrnudeild FRAM að nú sé komið að leiðarlokum. Seint verður Nonna þakkað nægilega fyrir hans metnað, vinnu og umhyggju fyrir félaginu og hvetjum við alla FRAMara til að sameinast í þökkum fyrir hans mikla og mikilvæga framlag.

Stjórn knattspyrnudeildar telur breytingar nauðsynlegar á þessum tímapunkti til að tryggja áframhaldandi veru liðsins í Bestu deildinni. Ásamt Nonna lætur Þórhallur Víkingsson einnig af störfum og þökkum við honum fyrir hans framlag. Við óskum Nonna og Þórhalli alls hins besta í framtíðar verkefnum.

Ragnar Sigurðsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson hafa þegar tekið við stjórn liðsins.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!