Það gleður okkur að tilkynna það að Ion Perello Machí er genginn til liðs við Fram frá Þór Akureyri.
Ion er klókur leikmaður sem getur spilað á öllum stöðum á miðjunni, og getum við ekki beðið eftir því að sjá hann spreyta sig í fallegu bláu treyjunni!
Ion er uppalinn í hinni heimsfrægu akademíu La Masia hjá Barcelona og er hann Íslandi vel kunnugur eftir að hafa spilað með Hetti á Egilstöðum áður en hann fór yfir í Þór. Nú er hann kominn í deild þeirra bestu og mun leggja sig allan FRAM í þeirri baráttu sem er handan við hornið.
Bjóðum Ion hjartanlega velkominn í dalinn! ⚪🔵⚽