fbpx

Ion Perello Machí til liðs við Fram

Það gleður okkur að tilkynna það að Ion Perello Machí er genginn til liðs við Fram frá Þór Akureyri.
Ion er klókur leikmaður sem getur spilað á öllum stöðum á miðjunni, og getum við ekki beðið eftir því að sjá hann spreyta sig í fallegu bláu treyjunni!

Ion er uppalinn í hinni heimsfrægu akademíu La Masia hjá Barcelona og er hann Íslandi vel kunnugur eftir að hafa spilað með Hetti á Egilstöðum áður en hann fór yfir í Þór. Nú er hann kominn í deild þeirra bestu og mun leggja sig allan FRAM í þeirri baráttu sem er handan við hornið.


Bjóðum Ion hjartanlega velkominn í dalinn! ⚪🔵⚽

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!