Karí er eini leikmaðurinn í núverandi hóp sem spilað hefur með liðinu frá því það var endurlífgað árið 2020 og hefur frá upphafi verið lykilleikmaður. Hún hefur gengið í gegnum súrt og sætt með líðinu og vaxið gríðarlega, þar sem hún býr yfir þeim góða eiginleika að eflast við hverja áskorun.
Í fyrra, þegar liðið tryggði sér sigur í 2.deildinni, spilaði Karí stórt hlutverk sem hægri bakvörður og stóð sig frábærlega. Þetta tímabil hefur hún spilað nánast alla leiki liðsins sem miðvörður og aftur skilað sínu virkilega vel.
Við fögnum því mikið að halda Karí innan okkar herbúða og hlökkum til að sjá hana halda áfram að blómstra sem leikmaður Fram.