Lilja Davíðsdóttir Scheving hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna út tímabilið að láni frá Gróttu.
Lilja er ungur og virkilega öflugur miðjumaður, kraftmikil og með góðan leikskilning. Lilja hefur þónokkuð mikla leikreynslu þrátt fyrir ungan aldur þar sem hún hefur spilað bæði í Lengjudeildinni og 2.deild kvenna með Gróttu síðustu tvö tímabil.
Lilja hefur auk þess spilað þrjá U17 landsleiki og reglulega verið í landsliðsúrtökum í sínum aldurshóp í gegnum tíðina.
Það er klárlega mikil styrking fyrir liðið að fá jafn öflugan leikmann fyrir seinni hluta tímabils og við hlökkum til að sjá Lilju á vellinum í bláu