fbpx

Ólína Ágústa Valdimarsdóttir er gengin til liðs við meistaraflokk kvenna

Ólína Ágústa Valdimarsdóttir er gengin til liðs við meistaraflokk kvenna út tímabilið að láni frá Stjörnunni.

Ólína er virkilega hæfileikaríkur sóknarsinnaður miðjumaður með reynslu úr bestu deildinni með bæði KR og Stjörnunni þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára. 

Óskar Smári og Aníta Lísa, þjálfarar meistaraflokks kvenna, eru spennt:

“Við erum mjög ánægð að fá Ólínu Ágústu til liðs við okkur fyrir seinni hluta tímabils. Ólína er klókur og útsjónarsamur leikmaður með afbragðs sendingargetu. Hún getur skorað og lagt upp og mun hjálpa sóknarleiknum okkar enn frekar það sem eftir lifir tímabils. Við þjálfarar viljum að lokum þakka Stjörnunni fyrir lánið”.

Velkomin Ólína og megirðu blómstra sem aldrei fyrr í Úlfarsárdalnum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!