Gluggadagur í Lengjudeildinni að enda og það er enginn almennilegur gluggadagur án þess að klára allavega ein félagaskipti á allra síðustu stundu.
Telma Steindórsdóttir hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna út tímabilið að láni frá HK.
Telma er 17 ára varnarmaður sem getur spilað hvar sem er í öftustu línu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar öðlast reynslu í Bestu deildinni þar sem hún lék með KR á síðasta tímabili, Lengjudeildinni þar sem hún spilaði með HK fyrri hluta þessa tímabils og 2. deildinni þar sem hún spilaði með KH 2021. Hún á auk þess þrjá leiki með U17 landsliðinu og tvo með U16.
Telma er mjög öflugur leikmaður, sterkur varnarmaður með góða boltameðferð og fínan leikskilning. Hún kemur klárlega til með að styrkja liðið á lokaspretti tímabilsins.
Við fögnum því mikið að fá Telmu til liðs við okkur og hlökkum til að sjá hana njóta sín í bláu treyjunni.