Mist Elíasdóttir hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna fyrir síðustu leiki tímabilsins.
Báðir markverðir liðsins, Elaina La Macchia og Þóra Rún Óladóttir, eru meiddar og verða frá keppni það sem eftir lifir tímabils í Lengjudeildinni og því hefur liðið fengið undanþágu til að sækja markmann.
Mist Elíasdóttir kemur liðinu til bjargar og tæklar þrjá síðustu leikina með liðinu. Mist er 35 ára og á 165 meistaraflokksleiki að baki, þar af 87 leiki í efstu deild. Síðast lék hún með Víkingum í Lengjudeildinni 2021.
Við erum virkilega þakklát Mist fyrir að hlaupa í skarðið og klára tímabilið með liðinu.
Virkilega fallega gert.