Ingunn María Brynjarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Fram til ársins 2025. Ingunn er án efa einn efnilegasti markmaður á Íslandi í dag og því mikil gleðitíðindi að hún skuli framlengja samning sinn við Fram.
Ingunn hefur orðið margfaldur Íslandsmeistari með yngri flokkum félagsins og borið af í sinni stöðu. Ingunn hefur átt öruggt sæti í U17 landsliði Íslands auk þess að vera einnig valin í U19 landsliðið. Þar hefur Ingunn staðið sig með eindæmum vel og átti hún t.d. frábært mót á EM U17 landsliða í sumar.
Handknattleiksdeild Fram