fbpx
Ingunn-Maria-gegn-HK-vefur-q28srvaapdy8rk52ehnr6m3zjy6kjxi16ffi9sdtvs

Ingunn María Brynjarsdóttir framlengir við Fram

Ingunn María Brynjarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Fram til ársins 2025. Ingunn er án efa einn efnilegasti markmaður á Íslandi í dag og því mikil gleðitíðindi að hún skuli framlengja samning sinn við Fram.
Ingunn hefur orðið margfaldur Íslandsmeistari með yngri flokkum félagsins og borið af í sinni stöðu. Ingunn hefur átt öruggt sæti í U17 landsliði Íslands auk þess að vera einnig valin í U19 landsliðið. Þar hefur Ingunn staðið sig með eindæmum vel og átti hún t.d. frábært mót á EM U17 landsliða í sumar.

Handknattleiksdeild Fram

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!