4. flokkur karla D gerði sér lítið fyrir og vann glæsilegan 4-1 sigur á KA í úrslitaleik Íslandsmótsins en leikið var í Úlfarsárdal. Leikurinn var fjörugur eins og veðrið en strákarnir sýndu sína bestu hliðar og kláruðu þennan leik sannfærandi.
Mörk Fram í leiknum skoruðu Róbert Örn Davíðsson (2), Atli Jökull Quirk Steingrímsson og Hilmar Óli Hrannarsson.
Þjálfarar flokksins eru Ásgeir Þór Eiríksson, Matt Furtek og Sævar Halldórsson.
Til hamingju FRAMarar!