fbpx
BestadeildinSamningurBanner_Óskar Smári

Óskar Smári Haraldsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari meistaraflokks kvenna til 2026.

Óskar Smári hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár ásamt Anítu Lísu Svansdóttur. Undir þeirra stjórn sigraði liðið 2. deild kvenna í fyrra og náði 7. sæti í Lengjudeild kvenna þetta tímabilið.
Aníta hverfur nú á braut og Óskar Smári verður því einn aðalþjálfari liðsins næstu tímabil.
Við þökkum Anítu kærlega fyrir samstarfið og óskum henni góðs gengis.

Við fögnum því mjög að halda Óskari Smára og hlökkum mikið til að halda áfram að byggja upp kvennaknattspyrnuna í Fram með hann í fararbroddi.
Verið er að leggja lokahönd á teymið sem Óskar mun hafa með sér á næsta tímabili og vonumst við til að geta tilkynnt það á næstu dögum.

Áfram FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!