Gleðifréttir rétt fyrir helgi!
Fyrri hluta sumars var Aron Snær á láni hjá Þrótti Reykjavík og má með sanni segja hann hafi sprungið út þar. Aron var svo kallaður til baka í sumarglugganum af Ragnari Sigurðssyni og kom af miklum krafti og með alvöru látum inn í liðið seinni hluta tímabils.
Aron Snær er uppalinn Framari og hlökkum við mikið til að fylgjast áfram með honum gera garðinn frægan í bláu treyjunni.