fbpx
Þórey og Berglind HM kvenna vefur

Berglind og Þórey Rósa valdar í HM landslið Íslands

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna tilkynnti í síðustu viku hvaða 18 leikmenn hafa verið valdið til þátttöku á HM kvenna sem hefst í lok nóvember.
Stelpurnar koma saman til æfinga 20. nóv. hér á landi og halda til Noregs 22. nóv. en liðið mun áður en að HM kemur leika á Post Cup gegn Noregi, Angóla og Póllandi.Ísland leikur í D-riðli HM 2023 og spilar liðið í Stavanger.
Fyrsti leikur liðsins er 30. nóv. þegar liðið leikur gegn Slóveníu, annar leikur þeirra er svo 2. des. gegn Frakklandi og síðasti leikur riðlakeppninnar er gegn Angóla.
Við Frammarar erum stolt að eiga tvo leikmenn í HM hópnum. Það eru þær Berglind Þorsteinsdóttir og reynsluboltinn Þórey Rósa Stefánsdóttir.
Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel!

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!