Með mikilli ánægju þá kynnum við til leiks Gareth Owen sem yfirmarkmannsþjálfara hjá knattspyrnudeild FRAM.
Þessi ráðning er mjög stórt skref í því markmiði að skapa sem besta umgjörð fyrir okkar iðkendur. Ásamt því að þjálfa markmenn meistaraflokks karla, kvenna og yngri flokka, þá mun Gareth einnig vera í aðstoðarteymi Rúnars Kristinssonar.
Gareth er kunnugur Íslandi en hann hefur starfað hjá Gróttu síðastliðin ár þar sem hann var yfirmarkmannsþjálfari sem og aðstoðarþálfari meistaraflokks karla. Fyrir það starfaði Gareth hjá Chelsea og Velska knattspyrnusambandinu. Sem leikmaður var Gareth á mála hjá bæði Sheffield United og Swansea City.
Bjóðum Gareth hjartanlega velkominn í Úlfarsárdalinn!
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email