Helgi snýr aftur til Fram og tekur við starfi aðstoðarþjálfara til tveggja ára. Helga þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Fram en hann lék á árum áður 61 leiki með félaginu og skoraði í þeim 37 mörk, auk þess var Helgi spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fram á árinu 2013
Helgi á að baki farsælan feril sem leikmaður í atvinnumennsku en þar spilaði hann með Stuttgart, T.B Berlin, Stabæk, Panathinaikos, Lyn og AGF. Fyrir Íslands hönd lék Helgi 62 landsleiki og skoraði í þeim tíu mörk. Eftir ferilinn hefur Helgi komið víða að í þjálfun, stýrt liðum í efstu og næst efstu deild karla með markverðum árangri
Bjóðum Helga hjartanlega velkominn heim á nýjan leik.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email