Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari íslands U19 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í vináttuleikjum gegn Portúgal og Finnlandi dagana 18.-24. janúar í Portúgal.
Telma Steindórsdóttir sem gerði nýlega tveggja ára samning við Fram hefur verið valin í hópinn.
Við erum virkilega stolt af því að eiga svona glæsilegan fulltrúa í landsliðshóp Íslands og vitum að Telma á eftir að vera sjálfri sér og félaginu til mikils sóma.
Til hamingju Telma og gangi þér vel!