fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Thelma Lind

Thelma Lind áfram í Fram treyjunni

Fram og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um að Thelma Lind Steinarsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, spili með Fram í Lengjudeildinni 2024 að láni frá Stjörnunni.

Thelma Lind er okkur auðvitað að góðu kunn þar sem hún spilaði einnig með Fram á síðasta tímabili sem lánsmaður og átti fína spretti í bláu treyjunni. Hún er aðeins 18 ára en á samt 51 leik í meistaraflokki. Thelma er sterk, hröð og með mikið markanef og á vafalaust eftir að gera góða hluti með liðinu í sumar.

Við þökkum Stjörnunni fyrir lánið og kunnum vel að meta greiðvikni þeirra og góð vinnubrögð.

Velkomin Thelma Lind!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!