Fram og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um að Thelma Lind Steinarsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, spili með Fram í Lengjudeildinni 2024 að láni frá Stjörnunni.
Thelma Lind er okkur auðvitað að góðu kunn þar sem hún spilaði einnig með Fram á síðasta tímabili sem lánsmaður og átti fína spretti í bláu treyjunni. Hún er aðeins 18 ára en á samt 51 leik í meistaraflokki. Thelma er sterk, hröð og með mikið markanef og á vafalaust eftir að gera góða hluti með liðinu í sumar.
Við þökkum Stjörnunni fyrir lánið og kunnum vel að meta greiðvikni þeirra og góð vinnubrögð.
Velkomin Thelma Lind!