fbpx
Akademía markmenn

Knattspyrnufélagið Fram kynnir með stolti markmannsakademíu Asmir Begovic. 

Knattspyrnufélagið Fram kynnir með stolti markmannsakademíu Asmir Begovic. 

Asmir þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um knattspyrnu en hann hefur spilað víða um Evrópu, t.a.m. með Stoke City, AFC Bournemouth, Chelsea FC, Everton og AC Milan og varð hann m.a. Englandsmeistari með Chelsea tímabilið 2016- 2017. Þá spilaði hann með unglingalandsliðum Kanada áður en hann valdi að spila fyrir heimaland sitt Bosníu og Hersegóvínu, þar sem hann lék stórt hlutverk þegar liðið tryggði sig inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins árið 2014. 

Asmir ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni dagana 8. og 9. júní á Framvellinum í Úlfarsárdal. Námskeiðið verður frá 10:00 – 14:00 báða dagana. Námskeiðið verður sérsniðið fyrir markmenn sem eru tilbúnir að auka færni sína og þekkingu undir handleiðslu Asmir. Honum til aðstoðar verða fleiri frábærir markmannsþjálfarar bæði innlendir og erlendir. Leikmenn mega eiga von á skemmtilegum og krefjandi æfingum undir stjórn þaulreyndra markmanna. 

Námskeiðið er fyrir knattspyrnufólk af öllum kynjum á aldrinum 9 til 19 ára (2005 til 2015). Þátttakendur geta unnið til verðlauna, þar á meðal eru áritaðar treyjur og hanskar. Þá verða allir leystir út með gjafapoka í lok námskeiðsins. Að auki verður Asmir með markmannshanska til sölu meðan á námskeiðinu stendur. 

Námskeiðsgjald er 25.900 krónur. Til að tryggja ykkur pláss getið þið skráð ykkur á meðfylgjandi hlekk: https://www.sportabler.com/shop/fram/fotbolti/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6Mjc4MTg=

Frekari upplýsingar veitir Steinar Ingi Þorsteinsson yfirþjálfari Fram, netfang: steinar@fram.is

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!