fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Sara Svanhildur

Sara Svanhildur Jóhannsdóttir gengur til liðs við meistaraflokk kvenna að láni frá Breiðablik. 

Sara svanhildur er 18 ára fjölhæfur sóknarmaður sem kemur til með að styrkja liðið mikið fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Óskar Smári, þjálfari meistaraflokks kvenna, er himinlifandi með þessa styrkingu:

“við erum virkilega ánægð að tryggja Söru Svanhildi á láni til okkar fyrir komandi tímabil. Sara er tekniskur og öskufljótur sóknarmaður sem mun valda varnarmönnum deildarinnar allskonar vandræðum. Breiðablik sér hana sem framtíðarleikmann og er það okkar að hjálpa henni að koma sér nær því. Hún mun eins og aðrir ungir leikmenn í okkar liði fá tíma til að þroskast og dafna og erum við mjög spennt að sjá hana inn á vellinum í bláu treyjunni. Ég vil þakka Nik og Blikum fyrir að treysta okkur fyrir því að halda framþróun Söru sem leikmanns áfram.”

Velkomin Sara Svanhildur!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!