fbpx
Hallir í stuði

FRAM U Deildarmeistari í Grill 66 deild karla 2024.

Ungmennalið Fram í handbolta karla varð í kvöld Deildarmeistari (Íslandsmeistari) 2024 í Grill 66 deild karla.  Þetta er í fyrsta sinn sem karla lið Fram verður deildarmeistari í Grill 66 deildinni en kvenna lið okkar hefur unnið deildina nokkrum sinnum á síðustum árum.

Liðið varð í kvöld meistari án þessa að spila en lið ÍR tapaði fyrir vestan í kvöld og því ljóst að ekkert lið getur náð strákunum okkar að stigum þó tvær umferðir séu eftir af Íslandsmótinu.

FRAM U er með 27 stig þegar tveimur umferðum er ólokið, það lið sem kemur okkur næst  er með 22. stig þannig að Deildarmeistaratitillinn er okkar í Fram veturinn 2023-2024. 

Sannarlega glæsilegur árangur hjá ungu strákunum okkar í Fram sem eins og einhver sagði
 “ Þeir bara geta ekki tapað leikjum”  það verður að teljast góður hæfileiki.

Þjálfari Fram U er Haraldur Þorvarðarson

Til hamngju Framarar

ÁFRAM FRAM 


Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!