Alex þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Fram. Hann er uppalinn Framari og var einn af okkar allra bestu leikmönnum áður en hann ákvað að freista gæfunnar hjá Breiðabliki. Hann hefur nú ákveðið að snúa aftur heim og skrifar undir samning sem gildir út leiktíðina 2025.
Velkominn heim Alex Freyr