Nóg var um að vera hjá ungum Frömurum þessa helgina, fullt af flottum sigrum og góðar framfarir hjá mörgum liðum.
Strákarnir í 6.fl eldra ári gerðu sér lítið fyrir og sóttu þrjá bikara í Mýrina í Garðabæ um helgina. Öll liðin unnu sínar deildir sannfærandi.
Lið 1 vann 3. deild B.
Lið 2. vann 5. deild B
Lið 3. vann 6. deild.
Mótið var það fjórða í röðinni á Íslandsmótinu. Frábær árangur, flottur hópur og mikil gleði.
Þjálfarar flokksins eru Aron “Sænski” og Sigríður Droplaug.
Þá unnu stelpurnar í 5. fl. kvenna eldri alla sína leiki í 2. deild um helgina.
Þjálfari flokksins er Aron Örn Heimisson
Vel gert Framarar
Framtíðin er björt