Meistaraflokkar Fram eru saman í æfingaferð á Salou á Spáni.
Fyrsti dagur á svæðinu gekk vel. Rúmlega 20° hiti og sól og almennt frábær stemning í hópnum.
Nokkrir klikkuðu á sólarvörninni. Óskar þjálfari meistaraflokks kvenna fer þar fremstur í flokki og minnir einna helst á Barbapabba.
Framundan er æfing, partý og stuð. Það er lykilatriði að hafa gaman.
Myndir hér: https://framphotos.pixieset.com/2024-fingafersalou/ii