fbpx
Eiður Hrafn

Eiður Rafn og Daníel Stefán framlengja samninga við Fram

Eiður Rafn Valsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Fram. Eiður Rafn er einn af okkar öflugustu mönnum sem kemur úr yngri flokka starfi Fram og hefur átt fastan sess í meistaraflokki í vetur. Þá á hann að baki fjölmarga landsleiki fyrir landslið yngri flokka.
Það er okkur sönn ánægja að framlengja samning við Eið Rafn.

Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla;
„Eiður Rafn er einn allra efnilegasti hornamaður landsins. Hann hefur tekið miklum framförum á liðnum árum, er duglegur og leggur mikið á sig fyrir liðsfélaga sína. Það verður virkilega gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.“

Daníel Stefán Reynisson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Fram. Daníel er línumaður, uppalinn hjá Fram og hefur á liðnum árum verið burðarstólpi í sigursælu liði Fram sem hefur unnið fjölmarga titla. Hann hefur í vetur gegnt lykilhlutverki í U-liði Fram sem er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitil í Grill-deildinni. Þá hefur Daníel einnig gegnt hlutverki í meistaraflokki félagsins og staðið sig vel.
Við óskum Daníel til hamingju með nýjan samning og hlökkum til með að fylgjast með honum í framtíðinni.

Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla;
„Það hefur verið gaman að fylgjast með Daníel vaxa og dafna með hverju árinu í því öfluga yngri flokka starfi sem á sér stað hjá Fram. Hann er öflugur leikmaður, með góðan leikskilning og leggur sig allan fram við að verða enn betri með hverjum deginum.“

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!