Gleðititíðindi úr dal draumanna korter í mót, því tveir af okkar allra efnilegustu uppöldu leikmönnum hafa skuldbundið sig félaginu næstu 3 ár!
Breki Baldursson og Þengill Orrason sem sprungu báðir út sem öflugir meistaraflokksleikmenn síðasta sumar, skrifuðu undir nýja samninga í dag.
Breki hefur spilað 41 leik með meistaraflokki Fram og Þengill hefur spilað 30 leiki með meistaraflokki Fram ásamt því að skora eitt allra eftirminnilegasta mark sumarsins í fyrra gegn ÍBV.
Breki á 14 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og vann Þengill sig verðskuldað inn í æfingahóp U19 í vetur.
Við hlökkum til að fylgjast framvindu þeirra beggja í bláu treyjunni og væntum þess að deila með ykkur frekari jákvæðum fréttum á næstu vikum!