fbpx
Breki og Þengill framlengja

Breki og Þengill framlengja við Fram

Gleðititíðindi úr dal draumanna korter í mót, því tveir af okkar allra efnilegustu uppöldu leikmönnum hafa skuldbundið sig félaginu næstu 3 ár!


Breki Baldursson og Þengill Orrason sem sprungu báðir út sem öflugir meistaraflokksleikmenn síðasta sumar, skrifuðu undir nýja samninga í dag.


Breki hefur spilað 41 leik með meistaraflokki Fram og Þengill hefur spilað 30 leiki með meistaraflokki Fram ásamt því að skora eitt allra eftirminnilegasta mark sumarsins í fyrra gegn ÍBV.


Breki á 14 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og vann Þengill sig verðskuldað inn í æfingahóp U19 í vetur.


Við hlökkum til að fylgjast framvindu þeirra beggja í bláu treyjunni og væntum þess að deila með ykkur frekari jákvæðum fréttum á næstu vikum!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!