Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi við einn af yngri og efnilegri leikmönnum sínum, Sóldísi Rós Ragnarsdóttir. Samningur þessi er til tveggja ára eða út tímabilið 2025 – 2026.
Sóldís Rós er fædd árið 2005 og verður því 19 ára á þessu ári. Hún leikur aðallega sem vinstri skytta en er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í öllum stöðum fyrir utan.
Sóldís Rós hefur verið í leikmannahópi meistaraflokks Fram í OLÍS deildinni í 20 leikjum af 21 í vetur og skorað þar sjö mörk.
Hún hefur verið í stóru hlutverki í U liði Fram í Grill deildinni í vetur. Þar hefur hún leikið 16 af 18 leikjum liðsins og skorað þar 94 mörk eða 5,875 mörk að meðaltali í leik, og varð sjötti markahæsti leikmaður Grill deildarinnar í vetur.
Sóldís Rós hefur einnig leikið með 3ja flokki í vetur. Hún hefur leikið þar alls 11 leiki í vetur og skorað þar 92 mörk sem gerir 8,363 mörk að meðaltali í leik.
Sóldís Rós varð einnig bikarmeistari með 3ja flokki í vetur og skoraði ein 6 mörk í úrslitaleik um þann titill.
Það er Handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að hafa tryggt sér krafta Sóldísar Rósar til næstu tveggja ára. Handknattleiksdeild Fram sér hana sem einn af framtíðarleikmönnum félagsins og hluta af þeim hópi sem mun verða í lykilhluverki í Fram liðinu á komandi árum.