Jakó mótið á Selfossi fór fram um helgina 1.-2.júní.
Jakó mótið er virkilega flott mót þar sem keppendur eru flestir af yngra ári 7.flokks karla. Þetta er því fyrsta stóra sumarmót flestra iðkenda og því mikil og skemmtileg lífsreynsla.
Fram sendi þrjú lið til leiks þetta árið. Auðvitað voru úrslitin upp og ofan, eins og gengur, en aðalmálið er að strákarnir skemmtu sér vel og fengu að upplifa að keppa, vinna og tapa gegn jafningjum allsstaðar af landinu. Það er mikil upplifun að fara á fyrsta stóra mótið, spennustig iðkenda (og foreldra) oft hátt og því mikilvægt að muna að læra og njóta.
Einu Fram liði tókst að sigra sína deild, Lindex deildina, en hin tvö enduðu eitthvað neðar í töflunni. En eins og áður sagði, þá skiptir mestu að hafa notið mótsins og það gerðu öll lið sannarlega. Strákarnir voru allir til mikillar fyrirmyndar, spiluðu oft glæsilegan fótbolta og skemmtu sér vel.
Allir þáttakendur fengu svo frítt í sund og veglega þáttökugjöf frá Jakó.
Til hamingju með flott mót strákar!
Myndir frá mótinu eru hér: https://framphotos.pixieset.com/2024-jakmti/
@toggipop