Fram tók þátt í Rey Cup móti Þróttara sem fór fram í Laugardal 24. – 28. júlí.
Það voru átta lið frá Fram sem mættu til leiks, sjö stráka lið úr 3. og 4. flokki karla og eitt stelpulið úr 4.flokki kvenna.
Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir unnu sína deild og lið 3 úr 4.flokki karla lentu í þriðja sæti í sinni. Önnur lið náðu ekki verðlaunasætum þrátt fyrir góðar frammistöður.
Mótið sjálft var hið glæsilegasta. Veðrið upp og ofan eins og gengur, en auðvitað mikið af virkilega spennandi leikjum þar sem leikmenn sýndu oft glæsileg tilþrif. Svo var sundlaugapartý með plötusnúði, Stórt ball á Hilton með Aroni Can og að sjálfsögðu grillveisla í fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Nóg um að vera fyrir unglingana sem nutu sín auðvitað í botn í þessari veislu allri.
Við óskum okkar liðum til hamingju með þeirra frammistöðu á mótinu og vonum að þau hafi skemmt sér vel. Við þökkum jafnframt Þrótti fyrir frábært mót
Myndir frá mótinu eru hér: https://framphotos.pixieset.com/2024-reycup/
???? @toggipop