Knattspyrnudeild Fram hefur gengið frá samningi við Hollenska framherjann Djenairo Daniels út tímabilið.
Leikmaðurinn er 22 ára og kemur á frjálsri sölu eftir að hafa síðast leikið með Leixoes í Portúgal. Áður hafði hann verið á mála hjá felögum á borð við PSV Eindhoven, FC Utrecht og Sassuolo. Einnig á hann að baki alls 8 leiki fyrir yngri landslið Hollands.
Við Framarar bindum miklar vonir við Djenairo í okkar komandi baráttu í Bestu Deildinni.
WELKOM DJENAIRO!
