Dagana 6. – 16. ágúst mun barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram bjóða upp á Copa America knattspyrnuskóla fyrir krakka á aldrinum 5 til 12 ára. Knattspyrnuskólinn verður kl. 13:00-16:00.
Yfirþjálfari námskeiðsins er Pálmi Þór Jónasson aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og honum til aðstoðar eru þjálfarar yngri flokka ásamt leikmönnum meistaraflokka Fram.
Hópnum verður skipt upp eftir aldri, reynslu og getu þannig að allir fái verkefni við hæfi:
Verð fyrir viku 1 (6.-9. ágúst) er kr. 11.000-.
Verð fyrir viku 2 (12.-16. ágúst) er kr. 13.750-.
Verð fyrir tvær vikur (6.-16. ágúst) er kr. 23.500-.
Skráning hér https://www.abler.io/shop/fram/sumarskoligrafarholt