fbpx
Egill Otti

Egill Otti að standa sig vel hjá Þrótti Vogum

Egill Otti Vilhjálmsson var lánaður til Þróttar Vogum undir lok félagaskiptagluggans.

Egill Otti hefur nú tekið þátt í 5 leikjum með Þrótturum sem eru í mikilli toppbaráttu í 2. deildinni.  Í gær skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir liðið í góðum 0-5 sigri gegn Kormáki/Hvöt.

Þegar þrjár umferðir eru eftir í 2. deildinni eru Þróttarar í 3.-4. sæti deildarinnar með 35 stig, einu stigi á eftir Völsungi í 2. sætinu.

Við Framarar óskum Agli Otta og Þrótturum góðs gengis í baráttunni og hlökkum til að fá hann aftur heim reynslunni ríkari í haust.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!