Egill Otti Vilhjálmsson var lánaður til Þróttar Vogum undir lok félagaskiptagluggans.
Egill Otti hefur nú tekið þátt í 5 leikjum með Þrótturum sem eru í mikilli toppbaráttu í 2. deildinni. Í gær skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir liðið í góðum 0-5 sigri gegn Kormáki/Hvöt.
Þegar þrjár umferðir eru eftir í 2. deildinni eru Þróttarar í 3.-4. sæti deildarinnar með 35 stig, einu stigi á eftir Völsungi í 2. sætinu.
Við Framarar óskum Agli Otta og Þrótturum góðs gengis í baráttunni og hlökkum til að fá hann aftur heim reynslunni ríkari í haust.