fbpx
Uppskeruhátíð-2024

Uppskeruhátíð BUR laugardaginn 7.september kl. 11:30

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Fram heldur uppskeruhátíð yngri flokka laugardaginn 7. september kl. 11:30 í Úlfarsárdal.

Allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokki fá viðurkenningarskjöl.  Eiríksbikarinn verður afhentur fyrir fyrirmyndar frammistöðu innan vallar sem utan ásamt því að nokkrir leikmenn 3. – 5. flokks verða verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu og framfarir.  Að uppskeruhátíð lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur og ís, auk þess sem farið verður í skemmtilegar knattþrautir.  Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum.

Kl. 14:00 hefst svo leikur meistaraflokks kvenna Fram gegn FHL.  Um er að ræða hreinan úrslitaleik þar sem sigur tryggir stelpunum sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Það er því algjört lykilatriði að iðkendur og aðstandendur fjölmenni á leikinn í kjölfar uppskeruhátíðarinnar og hvetji stelpurnar áfram. Þær hafa boðið upp á algjöra fótboltaveislu í sumar og eiga stuðninginn sannarlega skilið.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!