Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Fram heldur uppskeruhátíð yngri flokka laugardaginn 7. september kl. 11:30 í Úlfarsárdal.
Allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokki fá viðurkenningarskjöl. Eiríksbikarinn verður afhentur fyrir fyrirmyndar frammistöðu innan vallar sem utan ásamt því að nokkrir leikmenn 3. – 5. flokks verða verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu og framfarir. Að uppskeruhátíð lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur og ís, auk þess sem farið verður í skemmtilegar knattþrautir. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum.
Kl. 14:00 hefst svo leikur meistaraflokks kvenna Fram gegn FHL. Um er að ræða hreinan úrslitaleik þar sem sigur tryggir stelpunum sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Það er því algjört lykilatriði að iðkendur og aðstandendur fjölmenni á leikinn í kjölfar uppskeruhátíðarinnar og hvetji stelpurnar áfram. Þær hafa boðið upp á algjöra fótboltaveislu í sumar og eiga stuðninginn sannarlega skilið.
Við hlökkum til að sjá ykkur,
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram.