fbpx
Silja Katrín vefur

Handknattleiksdeild Fram semur við yngri leikmenn

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningum við fjóra unga og efnilega leikmenn sem verða í æfingahópi meistaraflokks kvenna nú í vetur.

Fyrst skal nefna Matthildi Bjarnadóttir. Matthildur er ný orðin átján ára enda fædd í júlí 2006.  Matthildur leikur í stöðu vinstri hornamanns en getur einnig leikið í öllum stöðum fyrir utan.

Næst er rétt að nefna Silju Katrínu Gunnarsdóttur. Silja Katrín er fædd í desember 2008 og verður því sextán ára í vetur.  Silja Katrín leikur í stöðu hægri skyttu en hefur einnig leikið í hægra horni.

Þar næst er það Sylvía Dröfn Stefánsdóttir.  Sylvía Dröfn er fædd í júní 2008 og því nýlega orðin sextán ára.  Sylvía Dröfn leikur í stöðu miðjumanns og getur einnig leikið í öðrum stöðum fyrir utan.

Síðast en ekki síst er það Þóra Lind Guðmundsdóttir.  Þóra Lind er fædd í febrúar 2008 og varð því sextán ára síðast liðið vor.  Þóra leikur öllu jöfnu í stöðu vinstri hornamanns en það hefur stundum orðið hennar hlutverk að leika í hægra horni.

Þessir leikmenn léku á síðasta tímabili stór hlutverk með 3ja flokki kvenna svo með U liði kvenna í Grill deildinni.

Þessir leikmenn hafa verið viðloðandi æfingahópa í yngri landsliðum kvenna undanfarin ár.

Allir þessir samningar eru til tveggja ára.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!