fbpx
Bikarar

Vel heppnuð uppskeruhátíð

Það var hátíðarstemning í Úlfarsárdalnum laugardaginn 7. september ‏þegar uppskeruskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildarinnar fór fram. Sólin skein, mætingin var frábær og afar ánægjulegt var að sjá iðkendur og foreldra þeirra gera sér glaðan dag til að fagna nýafstöðnu tímabili yngri flokka.

Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt, en iðkendum voru veittar viðurkenningar, boðið var uppá grillaðar pylsur og ís ásamt því að hægt var að spreyta sig á knattþrautum.  Iðkendur í 6. 7. og 8. flokki fengu viðurkenningarskjöl þar sem þeim var þakkað fyrir þeirra framlag á starfsárinu. Í 3. 4. og 5. flokki voru veitt verðlaun til bestu leikmanna ársins og til þeirra leikmanna sem mestar framfarir hafa sýnt á síðastliðnu tímabili. Einnig fengu allir iðkendur plakat af meistaraflokkum félagsins. Deginum lauk svo með flugeldasýningu þegar meistaraflokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og tryggði veru sína í deild þeirra Bestu á næsta ári. Frábær dagur þar sem gleðin var í fyrirrúmi.

Það er hefð fyrir því að veita einum leikmanni yngri flokkanna Eiríksbikarinn sem er gefinn af Ríkharði Jónssyni, landsliðsmanni Fram til margra ára, til minningar um Eirík K Jónsson knattspyrnumann úr Fram.  Eiríksbikarinn er veittur þeim einstaklingi sem með ástundun sinni og framkomu innan sem utan vallar er sjálfum sér og félaginu til sóma.

Að þessu sinni var það Hlynur Örn Andrason leikmaður í 2. flokki sem hlaut Eiríksbikarinn. Hlynur hefur einnig starfað við þjálfun hjá félaginu í áraraðir þrátt fyrir ungan aldur.

Hlynur er góður félagsmaður og liðsfélagi, öflugur og greiðvikinn í störfum sínum fyrir félagið hvort sem er innan vallar eða utan og er ávallt reiðubúin til að hjálpa sínu félagi við margvísleg störf ásamt því að hafa verið iðkandi hjá Fram alla sína tíð. Hlynur er góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur og við Framarar erum stolt af því að hafa hann í okkar röðum.

Í 5. flokki karla hlaut Hrafn Arnarsson verðlaun fyrir mestar framfarir og Andrés Vilhjálmsson fyrir besta leikmann.

Í 5. flokki kvenna hlaut Sara Bríet Róbertsdóttir verðlaun fyrir mestar framfarir og Lilja Karen Pétursdóttir fyrir besta leikmann. 

Í 4. flokki karla var Gabriel Vence Capao verðlaunaður fyrir mestar framfarir og Baldur Kár Valsson hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaður flokksins.

Í 4. flokki kvenna hlaut Sólrún Ásta Finnlaugsdóttir verðlaun fyrir mestar framfarir og Rebekka Ósk Elmarsdóttir fyrir að vera besti leikmaðurinn.

Í 3. flokki karla hlaut Elmar Örn Daníelsson verðlaun fyrir mestu framfarirnar á síðasta ári og Elmar Daði Davíðsson hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaðurinn. 

Í 3. flokki kvenna hlaut María Kristín Magnúsdóttir verðlaun fyrir mestu framfarirnar á síðasta ári og Aníta Marý Antonsdóttir hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaðurinn.

Haukur Ómarsson var valinn Framdómari ársins. Haukur bættist í hóp Framdómara árið 2023 og hefur dæmt mikinn fjölda leikja fyrir félagið uppfrá því. Haukur er ávallt reiðubúinn til að aðstoða þegar til hans er leitað og er óhætt að segja að það er ómetanlegt að hafa slíka einstaklinga innan raða félagsins.

Myndir frá deginum má finna hér: https://www.flickr.com/photos/99255499@N07/albums/72177720320147262/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!