fbpx
Samningur Adam Örn banner

Adam Örn Arnarsson framlengir samning við Fram út 2026

Knattspyrnumaðurinn Adam Örn Arnarsson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélagið Fram og mun því leika með liðinu til allavega til loka árs 2026. Adam, sem hefur verið fastamaður í liði Fram síðan hann kom til félagsins árið 2023, hefur staðið sig afar vel sem bakvörður í Bestu deildinni en hann getur einnig spilað sem miðvörður.

Stjórn Fram lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa tryggt áframhaldandi starfskrafta Adams, sem hefur reynst mikilvægur leikmaður í uppbyggingu liðsins. „Við erum spennt að hafa Adam með okkur áfram og hlökkum til að sjá hann vaxa enn frekar með liðinu,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram við undirritun samningsins.

Adam Örn er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér hjá Fram. „Ég hef notið tímans hjá Fram og er mjög ánægður með að geta haldið áfram hér. Við höfum byggt upp sterkt lið og ég trúi því að við getum náð enn betri árangri á komandi árum,“ sagði Adam.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!