fbpx
Brynjar Gauti kveður banner

Brynjar Gauti kveður

Brynjar Gauti Guðjónsson gekk til liðs við Fram um mitt sumar 2022 og hann var ekki lengi að fanga hug okkar allra.

Brynjar spilaði risastórt hlutverk í því að tryggja veru okkar í deildinni það árið og hefur hann verið máttarstólpi í framgangi Fram síðan þá, bæði innan sem utan vallar. Nú er hinsvegar komið að leiðarlokum eftir 49 leiki í bláu treyjunni og mun Brynjar róa á önnur mið og óskum við honum alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Dyrnar í Úlfarsárdal eru og verða alltaf opnar fyrir þér Brynjar.

Takk.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!