Brynjar Gauti Guðjónsson gekk til liðs við Fram um mitt sumar 2022 og hann var ekki lengi að fanga hug okkar allra.
Brynjar spilaði risastórt hlutverk í því að tryggja veru okkar í deildinni það árið og hefur hann verið máttarstólpi í framgangi Fram síðan þá, bæði innan sem utan vallar. Nú er hinsvegar komið að leiðarlokum eftir 49 leiki í bláu treyjunni og mun Brynjar róa á önnur mið og óskum við honum alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Dyrnar í Úlfarsárdal eru og verða alltaf opnar fyrir þér Brynjar.
Takk.
